Hvetur Grikki til að hafna samningnum Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Alexis Tsipras hvetur Grikki til að neita kröfum lánardrottna sinna í von um að hægt sé að fá hagstæðari samning fyrir Grikki. nordicphoto/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki. Grikkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki.
Grikkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira