Hátískan í hávegum höfð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 12:30 Maison Margiela Mynd/Getty Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira