Feitir borga ekki meira fyrir flugsæti hjá íslenskum flugfélögum Snærós Sindradóttir skrifar 17. júlí 2015 07:00 Fáum þykir þægilegt að ferðast lengi í flugvél. Sérstaklega ekki fólk sem er stórt á alla kanta. vísir/Vilhelm Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira