Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Sigríður Á. Andersen skrifar 20. júlí 2015 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun