Eigum við að loka SÁÁ og Hjartavernd? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2015 06:30 Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir sósíalistar verið með barnalegar samsæriskenningar um Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru vanalega einhvern veginn svona; gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, núna eru komnir aðilar sem vilja bara græða og níðast á fátæku fólki. Íslenskir sósíalistar hafa á öllum tímum skrifað og talað svona um Sjálfstæðisflokkinn. Auðvelt er að skoða gömul eintök af Þjóðviljanum eða fletta Þingtíðindum ef menn vilja rifja það upp. Einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra vinstrimanna, prófessor Stefán Ólafsson, hefur verið duglegur við að halda þessu á lofti og skrifaði nýlega enn eina greinina á Eyjuna um hvað forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru vont fólk og taldi þá „villutrúar og vilja bara græða“. Hann fullyrti að sjálfstæðismenn vildu grafa undan opinbera samtryggingakerfinu og koma á bandarísku kerfi í heilbrigðismálum og vildu bara einkarekstur. Einhver kynni að segja að slíkur málflutningur væri svo galinn að það skyldi ekki taka hann alvarlega og það er mikið til í því en ekki verður fram hjá því horft að oft er vitnað í manninn í fjölmiðlum eins og um sé að ræða faglegt mat fræðimanns.Einkavæðing VG og SamfylkingarinnarEn að kjarna máls. Eru Stefán og e.t.v. vinstrimenn almennt andsnúnir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Af hverju samdi þá hreina vinstristjórnin við einkaaðila? T.d. um sjúkrahótel og tannlækningar? Stefán Ólafsson var innsti koppur í búri hjá þeirri ríkisstjórn og var m.a. í sérverkefnum fyrir hana í heilbrigðismálum. Ef við notum orðalag vinstrimanna þá stóð ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að stærstu „einkavæðingu“ í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Og er það virkilega svo að prófessorinn þekki ekki muninn á bandarísku heilbrigðiskerfi og því skandinavíska? Það eitt og sér hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál. Eigum við að banna einkarekstur? Er hann á móti einkarekstri í heilbrigðismálum? Á ríkið að taka yfir rekstur einkaaðila? Það myndi þýða að eftirfarandi rekstrareiningum yrði lokað: SÁÁ Reykjalundi Grund Hrafnistu Sóltúni (reyndar nær öllum hjúkrunarheimilum landsins) Tannlæknastofum Sérfræðilæknastofum Heilsugæslu Salahverfis Sjálfstæðum heimilislækningastofum Krabbameinsfélaginu Rauða krossi Íslands Hjartavernd o.s.frv. Með öðrum orðum erum við að tala um að taka upp fyrirkomulag sem hvergi þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Trúir einhver því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi verði betri ef við bönnum einkarekstur? Að veita góða heilbrigðisþjónustu er eilífðarverkefni. Við sjálfstæðismenn höfum forgangsraðað í þágu þeirrar þjónustu, það sama verður ekki sagt um íslenska vinstrimenn. Ef við ætlum að ná betri árangri verður umræðan að vera byggð á staðreyndum og án öfga. Það er mikilvægt að nýta reynslu nágrannaþjóða okkar til að bæta núverandi þjónustu. Norðurlandaþjóðirnar eru með blandað kerfi og eru óhræddar við að nýta kosti einkareksturs, horfum til þeirra og höfnum þessum öfgasjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir sósíalistar verið með barnalegar samsæriskenningar um Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru vanalega einhvern veginn svona; gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, núna eru komnir aðilar sem vilja bara græða og níðast á fátæku fólki. Íslenskir sósíalistar hafa á öllum tímum skrifað og talað svona um Sjálfstæðisflokkinn. Auðvelt er að skoða gömul eintök af Þjóðviljanum eða fletta Þingtíðindum ef menn vilja rifja það upp. Einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra vinstrimanna, prófessor Stefán Ólafsson, hefur verið duglegur við að halda þessu á lofti og skrifaði nýlega enn eina greinina á Eyjuna um hvað forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru vont fólk og taldi þá „villutrúar og vilja bara græða“. Hann fullyrti að sjálfstæðismenn vildu grafa undan opinbera samtryggingakerfinu og koma á bandarísku kerfi í heilbrigðismálum og vildu bara einkarekstur. Einhver kynni að segja að slíkur málflutningur væri svo galinn að það skyldi ekki taka hann alvarlega og það er mikið til í því en ekki verður fram hjá því horft að oft er vitnað í manninn í fjölmiðlum eins og um sé að ræða faglegt mat fræðimanns.Einkavæðing VG og SamfylkingarinnarEn að kjarna máls. Eru Stefán og e.t.v. vinstrimenn almennt andsnúnir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Af hverju samdi þá hreina vinstristjórnin við einkaaðila? T.d. um sjúkrahótel og tannlækningar? Stefán Ólafsson var innsti koppur í búri hjá þeirri ríkisstjórn og var m.a. í sérverkefnum fyrir hana í heilbrigðismálum. Ef við notum orðalag vinstrimanna þá stóð ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að stærstu „einkavæðingu“ í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Og er það virkilega svo að prófessorinn þekki ekki muninn á bandarísku heilbrigðiskerfi og því skandinavíska? Það eitt og sér hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál. Eigum við að banna einkarekstur? Er hann á móti einkarekstri í heilbrigðismálum? Á ríkið að taka yfir rekstur einkaaðila? Það myndi þýða að eftirfarandi rekstrareiningum yrði lokað: SÁÁ Reykjalundi Grund Hrafnistu Sóltúni (reyndar nær öllum hjúkrunarheimilum landsins) Tannlæknastofum Sérfræðilæknastofum Heilsugæslu Salahverfis Sjálfstæðum heimilislækningastofum Krabbameinsfélaginu Rauða krossi Íslands Hjartavernd o.s.frv. Með öðrum orðum erum við að tala um að taka upp fyrirkomulag sem hvergi þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Trúir einhver því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi verði betri ef við bönnum einkarekstur? Að veita góða heilbrigðisþjónustu er eilífðarverkefni. Við sjálfstæðismenn höfum forgangsraðað í þágu þeirrar þjónustu, það sama verður ekki sagt um íslenska vinstrimenn. Ef við ætlum að ná betri árangri verður umræðan að vera byggð á staðreyndum og án öfga. Það er mikilvægt að nýta reynslu nágrannaþjóða okkar til að bæta núverandi þjónustu. Norðurlandaþjóðirnar eru með blandað kerfi og eru óhræddar við að nýta kosti einkareksturs, horfum til þeirra og höfnum þessum öfgasjónarmiðum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar