Stefán Ólafsson og bullið Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Stefán Ólafsson prófessor fer mikinn á Eyjunni vegna greinar minnar í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag. Skrif Stefáns eru ofsafengin. Hann sakar mig um að bulla og segir orðrétt: „Í Fréttablaðinu í dag skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson Alþingismaður svo makalausa grein um málið þar sem hann afflytur gróflega málflutning minn og segir að ég vilji leggja niður allan einkarekinn þátt íslenska heilbrigðiskerfisins.“Staðhæfingar Stefáns Á nokkrum dögum hefur Stefán séð ástæðu til að skrifa tvær greinar á Eyjuna um heilbrigðismál og Sjálfstæðisflokkinn. Förum yfir staðhæfingar Stefáns í báðum greinunum. Fyrri grein Stefáns ber fyrirsögnina ,,Sjálfstæðismenn vilja veikja Landspítalann“. Þar segir hann: ,,Það er auðvitað ekki ný frétt að frjálshyggjuhjörðin í Sjálfstæðisflokknum vilji rústa opinbera heilbrigðiskerfinu.“ Stefán heldur áfram: ,,Samt hafa Sjálfstæðismenn verið að róa í átt til þess að veikja opinbera kerfið, bæði Landsspítalann og heilsugæsluna. Þeir líta svo á að lélegra opinbert heilbrigðiskerfi opni fleiri tækifæri fyrir einkarekstur.“ Og enn skrifar Stefán: ,,Hér áður fyrr var Sjálfstæðisflokkurinn meira fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu en nú er.“ Hann bætir um betur og segir: ,,Þetta gera Sjálfstæðismenn annars vegar í nafni villutrúar um meinta yfirburði einkarekstrar á þessu sviði (sem þó gæti átt við á öðrum sviðum) og hins vegar vegna þess að sumir þeirra vilja græða sjálfir á slíkri starfsemi.“Hverjar eru staðreyndirnar? 1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í samstarfi við Framsóknarflokkinn beitt sér fyrir að forgangsraðað hefur verið til heilbrigðismála og þá sérstaklega til Landspítalans. Þetta veit prófessorinn en ákveður að skrökva því að sjálfstæðismenn vilji veikja heilbrigðiskerfið. Tölurnar tala sínu máli og hver sem vill getur sannreynt þessa staðhæfingu. 2. Í hinu opinbera heilbrigðiskerfi bæði hér, á Norðurlöndunum og í langflestum löndum OECD starfa bæði einkaaðilar og opinberar stofnanir. Það er því fráleitt að halda því fram að ef samið er við einkaaðila þá veiki það hið opinbera samtryggingakerfi og hér verði heilbrigðiskerfi til með svipum hætti og í Bandaríkjunum eins og Stefán heldur fram. Ef staðhæfingar prófessorsins ættu við rök að styðjast hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hann starfaði í umboði fyrir, m.a. að heilbrigðismálum, með skipulegum hætti unnið að ,,einkavæðingu“ heilbrigðisþjónustunnar og fært Íslendinga yfir í það kerfi sem Bandaríkjamenn búa við. Stefán skautar fram hjá þessu í „svargrein“ sinni en reynir þess í stað að þræta fyrir tengsl sín við þá ríkisstjórn sem hann sat í umboði fyrir. Það skal játað að ég hef skilning á því að Stefán reyni að setja eins mikla fjarlægð og kostur er á milli sín og ríkisstjórnar sem kenndi sig við norræna velferð. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en Stefán skrifi gegn betri vitund. Það er skárra en að prófessor í félagsfræðum viti ekki betur og stundi aðeins hefðbundnar pólitískar rangfærslur.Seinni grein Stefáns Í seinni greininni dregur Stefán í land með andstöðu sína við einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni en heldur áfram að gera hann tortryggilegan. Ég talaði um einkareksturinn á Norðurlöndunum en Stefán segir: ,,Guðlaugur Þór hefur oft vísað með velþóknun til þess að Svíar hafi í tíð hægri stjórna þar í landi aukið hlut einkarekinna verktaka í sínu heilbrigðiskerfi á síðustu árum. Hann telur að við ættum að fylgja fordæmi þeirra í mun meiri mæli.“ Af hverju talar prófessorinn ekki um Norðurlöndin? Ég kannast við að vilja læra af Svíum en kannast ekki við að hafa viljað einskorða mig við árangur borgaralegu flokkanna í heilbrigðismálum þar í landi. Svíar hafa kostnaðargreint þjónustuna meira en við höfum gert og samningar um heilbrigðisþjónustu, opinberar stofnanir og einkaaðila eru ítarlegri og nákvæmari en þeir sem hafa verið gerðir hér á landi. Það hefur gefið góða raun enda held ég að allir séu sammála um að það er betra að vita hvað þjónustan kostar og það eykur líkurnar á því að takmarkaðir fjármunir nýtist sem best. Stefán kýs að líta fram hjá þessu og heldur áfram: „Umdeild þróun einkavæðingar í Svíþjóð. Ekki bætir úr skák að sum þessara fyrirtækja hafa verið staðin að því að flytja hagnað sinn í erlend skattaskjól. Hagnaður slíkra fyrirtækja kemur af opinberum útgjöldum (ríkið greiðir fyrir þjónustu þeirra).“ Hér talar Stefán um það eins og eitthvert nýmæli að ríkið greiði fyrir þjónustu þá sem einkaaðilar veita! Það er einkenni á kerfinu á Norðurlöndunum! Það er það sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms gerði og allar vinstri- og hægristjórnir á Norðurlöndunum hafa gert undanfarna áratugi! Ef hætta á við einkarekstur vegna þess að eigandi svíkur undan skatti, hlýtur einng að koma til álita að að hætta opinberum rekstri vegna þess að það hefur verið fjárdráttur starfsmanna þar?Að sjálfsögðu ekki. Allir sjá firruna í slíku. Og áfram heldur Stefán: ,,Sænska Ríkisendurskoðunin gerði nýlega úttekt á hvernig til hefur tekist með þessa auknu einkavæðingu sumra þátta í sænska heilbrigðiskerfinu. Dómur Ríkisendurskoðunarinnar er falleinkunn.“ Aftur skrifar Stefán gegn betri vitund. Það er áhugavert að hann er með nákvæmlega sama málflutning og Rúnar Vilhjálmsson prófessor hefur haft á opnum fundi þar sem hann var leiðréttur. Til að útskýra fyrir lesendum breytingarnar í Svíþjóð vitna ég hér beint í grein Odds Steinarssonar sem áður starfaði í Svíþjóð og er forstjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði hana í Fréttablaðið þann 19. febrúar á þessu ári: ,,Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið.“ Á Pressunni og heimasíðu minni gudlaugurthor.is geta lesendur nálgast þær skýrslur beint sem vitnað er til.Hvað gerðu vinstrimenn í Noregi? Það eru til fleiri Norðurlönd en Svíþjóð. Hvað hefur verið gert í Noregi? Ef við tökum heilsugæsluna sem dæmi þá starfa heimilislæknar mun meira sjálfstætt í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi sjálfstæðra heimilislækna. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstristjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu en sá vandi er að stærstum hluta leystur. Ef það má ekki læra af Svíþjóð getum við þá lært af Noregi?Kostnaðargreining, eftirlit og valfrelsi Aðalatriði málsins er að heilbrigðisþjónustan verður að vera aðgengileg fyrir alla Íslendinga. Það er ekki einfalt verk. Við megum ekki láta öfgasjónarmið stjórna umræðunni. Ekkert rekstrarform hefur náð fullkomnun og þess vegna er m.a. mikilvægt að hafa þau fjölbreytt. Kostnaðargreining, gæðaeftirlit og valfrelsi er lykillinn að því að ná árangri. Það er enginn stjórnmálaflokkur með það á stefnuskrá sinni að breyta samtryggingarkerfinu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eru stór verkefni framundan í heilbrigðisþjónustunni og það er okkar allra hagur að ná árangri. Ræðum málin af yfirvegun og skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Stefán Ólafsson prófessor fer mikinn á Eyjunni vegna greinar minnar í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag. Skrif Stefáns eru ofsafengin. Hann sakar mig um að bulla og segir orðrétt: „Í Fréttablaðinu í dag skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson Alþingismaður svo makalausa grein um málið þar sem hann afflytur gróflega málflutning minn og segir að ég vilji leggja niður allan einkarekinn þátt íslenska heilbrigðiskerfisins.“Staðhæfingar Stefáns Á nokkrum dögum hefur Stefán séð ástæðu til að skrifa tvær greinar á Eyjuna um heilbrigðismál og Sjálfstæðisflokkinn. Förum yfir staðhæfingar Stefáns í báðum greinunum. Fyrri grein Stefáns ber fyrirsögnina ,,Sjálfstæðismenn vilja veikja Landspítalann“. Þar segir hann: ,,Það er auðvitað ekki ný frétt að frjálshyggjuhjörðin í Sjálfstæðisflokknum vilji rústa opinbera heilbrigðiskerfinu.“ Stefán heldur áfram: ,,Samt hafa Sjálfstæðismenn verið að róa í átt til þess að veikja opinbera kerfið, bæði Landsspítalann og heilsugæsluna. Þeir líta svo á að lélegra opinbert heilbrigðiskerfi opni fleiri tækifæri fyrir einkarekstur.“ Og enn skrifar Stefán: ,,Hér áður fyrr var Sjálfstæðisflokkurinn meira fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu en nú er.“ Hann bætir um betur og segir: ,,Þetta gera Sjálfstæðismenn annars vegar í nafni villutrúar um meinta yfirburði einkarekstrar á þessu sviði (sem þó gæti átt við á öðrum sviðum) og hins vegar vegna þess að sumir þeirra vilja græða sjálfir á slíkri starfsemi.“Hverjar eru staðreyndirnar? 1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í samstarfi við Framsóknarflokkinn beitt sér fyrir að forgangsraðað hefur verið til heilbrigðismála og þá sérstaklega til Landspítalans. Þetta veit prófessorinn en ákveður að skrökva því að sjálfstæðismenn vilji veikja heilbrigðiskerfið. Tölurnar tala sínu máli og hver sem vill getur sannreynt þessa staðhæfingu. 2. Í hinu opinbera heilbrigðiskerfi bæði hér, á Norðurlöndunum og í langflestum löndum OECD starfa bæði einkaaðilar og opinberar stofnanir. Það er því fráleitt að halda því fram að ef samið er við einkaaðila þá veiki það hið opinbera samtryggingakerfi og hér verði heilbrigðiskerfi til með svipum hætti og í Bandaríkjunum eins og Stefán heldur fram. Ef staðhæfingar prófessorsins ættu við rök að styðjast hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hann starfaði í umboði fyrir, m.a. að heilbrigðismálum, með skipulegum hætti unnið að ,,einkavæðingu“ heilbrigðisþjónustunnar og fært Íslendinga yfir í það kerfi sem Bandaríkjamenn búa við. Stefán skautar fram hjá þessu í „svargrein“ sinni en reynir þess í stað að þræta fyrir tengsl sín við þá ríkisstjórn sem hann sat í umboði fyrir. Það skal játað að ég hef skilning á því að Stefán reyni að setja eins mikla fjarlægð og kostur er á milli sín og ríkisstjórnar sem kenndi sig við norræna velferð. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en Stefán skrifi gegn betri vitund. Það er skárra en að prófessor í félagsfræðum viti ekki betur og stundi aðeins hefðbundnar pólitískar rangfærslur.Seinni grein Stefáns Í seinni greininni dregur Stefán í land með andstöðu sína við einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni en heldur áfram að gera hann tortryggilegan. Ég talaði um einkareksturinn á Norðurlöndunum en Stefán segir: ,,Guðlaugur Þór hefur oft vísað með velþóknun til þess að Svíar hafi í tíð hægri stjórna þar í landi aukið hlut einkarekinna verktaka í sínu heilbrigðiskerfi á síðustu árum. Hann telur að við ættum að fylgja fordæmi þeirra í mun meiri mæli.“ Af hverju talar prófessorinn ekki um Norðurlöndin? Ég kannast við að vilja læra af Svíum en kannast ekki við að hafa viljað einskorða mig við árangur borgaralegu flokkanna í heilbrigðismálum þar í landi. Svíar hafa kostnaðargreint þjónustuna meira en við höfum gert og samningar um heilbrigðisþjónustu, opinberar stofnanir og einkaaðila eru ítarlegri og nákvæmari en þeir sem hafa verið gerðir hér á landi. Það hefur gefið góða raun enda held ég að allir séu sammála um að það er betra að vita hvað þjónustan kostar og það eykur líkurnar á því að takmarkaðir fjármunir nýtist sem best. Stefán kýs að líta fram hjá þessu og heldur áfram: „Umdeild þróun einkavæðingar í Svíþjóð. Ekki bætir úr skák að sum þessara fyrirtækja hafa verið staðin að því að flytja hagnað sinn í erlend skattaskjól. Hagnaður slíkra fyrirtækja kemur af opinberum útgjöldum (ríkið greiðir fyrir þjónustu þeirra).“ Hér talar Stefán um það eins og eitthvert nýmæli að ríkið greiði fyrir þjónustu þá sem einkaaðilar veita! Það er einkenni á kerfinu á Norðurlöndunum! Það er það sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms gerði og allar vinstri- og hægristjórnir á Norðurlöndunum hafa gert undanfarna áratugi! Ef hætta á við einkarekstur vegna þess að eigandi svíkur undan skatti, hlýtur einng að koma til álita að að hætta opinberum rekstri vegna þess að það hefur verið fjárdráttur starfsmanna þar?Að sjálfsögðu ekki. Allir sjá firruna í slíku. Og áfram heldur Stefán: ,,Sænska Ríkisendurskoðunin gerði nýlega úttekt á hvernig til hefur tekist með þessa auknu einkavæðingu sumra þátta í sænska heilbrigðiskerfinu. Dómur Ríkisendurskoðunarinnar er falleinkunn.“ Aftur skrifar Stefán gegn betri vitund. Það er áhugavert að hann er með nákvæmlega sama málflutning og Rúnar Vilhjálmsson prófessor hefur haft á opnum fundi þar sem hann var leiðréttur. Til að útskýra fyrir lesendum breytingarnar í Svíþjóð vitna ég hér beint í grein Odds Steinarssonar sem áður starfaði í Svíþjóð og er forstjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði hana í Fréttablaðið þann 19. febrúar á þessu ári: ,,Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið.“ Á Pressunni og heimasíðu minni gudlaugurthor.is geta lesendur nálgast þær skýrslur beint sem vitnað er til.Hvað gerðu vinstrimenn í Noregi? Það eru til fleiri Norðurlönd en Svíþjóð. Hvað hefur verið gert í Noregi? Ef við tökum heilsugæsluna sem dæmi þá starfa heimilislæknar mun meira sjálfstætt í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi sjálfstæðra heimilislækna. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstristjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu en sá vandi er að stærstum hluta leystur. Ef það má ekki læra af Svíþjóð getum við þá lært af Noregi?Kostnaðargreining, eftirlit og valfrelsi Aðalatriði málsins er að heilbrigðisþjónustan verður að vera aðgengileg fyrir alla Íslendinga. Það er ekki einfalt verk. Við megum ekki láta öfgasjónarmið stjórna umræðunni. Ekkert rekstrarform hefur náð fullkomnun og þess vegna er m.a. mikilvægt að hafa þau fjölbreytt. Kostnaðargreining, gæðaeftirlit og valfrelsi er lykillinn að því að ná árangri. Það er enginn stjórnmálaflokkur með það á stefnuskrá sinni að breyta samtryggingarkerfinu í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eru stór verkefni framundan í heilbrigðisþjónustunni og það er okkar allra hagur að ná árangri. Ræðum málin af yfirvegun og skynsemi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun