Ísland úr NATO! Ögmundur Jónasson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun