Katrín, leiguþakið lekur Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun