Rýrari framhaldsskólar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun