Hvíta-Rússland og Króatíu voru í eldlínunni í dag að spila æfingarleiki, en þessi lið eru í riðli með Íslandi á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Ísland leikur fyrsta leik sinn næsta föstudag gegn Noregi.
Hvíta-Rússland gerði jafntefli gegn Hollandi, 34-34, en Holland er ekki á leiðinni á EM. Það gekk hins vegar ekkert hjá Króatíu sem fékk skell gegn Slóvenum, 32-17.
Ísland mætir Noregi á föstudeginum, Hvíta-Rússlandi á sunnudeginum og Króatíu á þriðjudeginum, en þrjú efstu lið riðilsins fara svo áfram í milliriðla.
Þeir verða spilaðir frá 22. janúar til 27. janúar, en svo taka við undanúrslit og svo úrslit.
Slóvenar burstuðu Króata
Anton Ingi Leifsson skrifar
