„Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 23:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan
Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21
Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30