„Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 23:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan
Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21
Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30