Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 06:00 Ísland vann silfur á ÓL í Peking 2008. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar árið 2016 á EM í Póllandi en berst um leið fyrir sæti á öðru stórmóti á árinu, Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Fréttablaðið skoðar hvernig Ísland kemst þangað. Það eru liðin sextán ár síðan íslenska handboltalandsliðið missti síðast af Ólympíuleikum og það þarf ýmislegt að ganga upp hjá strákunum okkar á EM ætli sagan frá 2000 ekki að endurtaka sig. Átta sæti eru enn laus í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó og Evrópuþjóðir eiga möguleika á sjö þeirra. Evrópumeistarinn fær sæti og sex sæti eru í boði í gegnum forkeppni í apríl. Íslenska landsliðið gæti því komist beint á Ólympíuleikana á EM í Póllandi með því að vinna Evrópumeistaratitilinn eða komast í úrslitaleik á móti heimsmeisturum Frakka. Raunhæfari möguleiki er að komast í forkeppnina með því að vera önnur tveggja efstu þjóða af þeim sem náðu ekki að tryggja sér sætið í gegnum HM í Katar í fyrra. Sjö þjóðir hafa þegar komist í forkeppnina en Ísland verður að vera í 1. eða 2. sæti meðal hinna þjóðanna. Ísland er í B-riðli og fer í milliriðil eitt komist liðið upp úr riðlinum. Þjóðir í sömu stöðu og Ísland eru Makedónía, Serbía, Hvíta-Rússland og Noregur. Makedóníumenn standa óvenju vel að vígi því um leið og einhver þeirra þjóða, sem hafa þegar tryggt sér sæti í forkeppninni, verður Evrópumeistari þá hoppa Makedóníumenn inn í forkeppnina sem níunda besta þjóðin á HM í Katar 2015. Í hinum milliriðlinum eru það Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland og Svartfjallaland sem þurfa að fara sömu leið og Ísland til að komast í forkeppnina. Íslenska landsliðið þarf að komast upp úr riðlinum og helst með tvö stig eða fleiri ætli liðið sér í forkeppnina. Úrslitin í öðrum riðlum ræður miklu um framhaldið því aðrar þjóðir í sömu stöðu gætu vissulega setið eftir í sínum riðli eða farið án stiga inn í milliriðilinn. Allt slíkt bætir stöðu íslensku strákanna og það gætu orðið margir „aðrir“ leikir undir smásjá íslensku þjóðarinnar enda fullt af þjóðum sem mega ekki ná lengra en Ísland. Hér fyrir ofan má sjá stöðu mála í dag og hvaða leið liggur fyrir íslenska landsliðinu nú þegar rúm vika er í Evrópumótið í Póllandi. Margir reynsluboltar liðsins hafa þegar verið með á þrennum Ólympíuleikum og unnu flestir silfurverðlaun á leikunum í Peking 2008. Þeir hinir sömu vita því hvað er í boði. Evrópumótið snýst þó um núið og að standa sig á þessu stórmóti. Bónusinn er þó af glæsilegri gerðinni enda eru það aðeins tólf þjóðir sem fá að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Leiðin þangað er vissulega erfið en ekki ófær.Grafík/Silja Ástþórsdóttir EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar árið 2016 á EM í Póllandi en berst um leið fyrir sæti á öðru stórmóti á árinu, Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Fréttablaðið skoðar hvernig Ísland kemst þangað. Það eru liðin sextán ár síðan íslenska handboltalandsliðið missti síðast af Ólympíuleikum og það þarf ýmislegt að ganga upp hjá strákunum okkar á EM ætli sagan frá 2000 ekki að endurtaka sig. Átta sæti eru enn laus í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó og Evrópuþjóðir eiga möguleika á sjö þeirra. Evrópumeistarinn fær sæti og sex sæti eru í boði í gegnum forkeppni í apríl. Íslenska landsliðið gæti því komist beint á Ólympíuleikana á EM í Póllandi með því að vinna Evrópumeistaratitilinn eða komast í úrslitaleik á móti heimsmeisturum Frakka. Raunhæfari möguleiki er að komast í forkeppnina með því að vera önnur tveggja efstu þjóða af þeim sem náðu ekki að tryggja sér sætið í gegnum HM í Katar í fyrra. Sjö þjóðir hafa þegar komist í forkeppnina en Ísland verður að vera í 1. eða 2. sæti meðal hinna þjóðanna. Ísland er í B-riðli og fer í milliriðil eitt komist liðið upp úr riðlinum. Þjóðir í sömu stöðu og Ísland eru Makedónía, Serbía, Hvíta-Rússland og Noregur. Makedóníumenn standa óvenju vel að vígi því um leið og einhver þeirra þjóða, sem hafa þegar tryggt sér sæti í forkeppninni, verður Evrópumeistari þá hoppa Makedóníumenn inn í forkeppnina sem níunda besta þjóðin á HM í Katar 2015. Í hinum milliriðlinum eru það Svíþjóð, Ungverjaland, Rússland og Svartfjallaland sem þurfa að fara sömu leið og Ísland til að komast í forkeppnina. Íslenska landsliðið þarf að komast upp úr riðlinum og helst með tvö stig eða fleiri ætli liðið sér í forkeppnina. Úrslitin í öðrum riðlum ræður miklu um framhaldið því aðrar þjóðir í sömu stöðu gætu vissulega setið eftir í sínum riðli eða farið án stiga inn í milliriðilinn. Allt slíkt bætir stöðu íslensku strákanna og það gætu orðið margir „aðrir“ leikir undir smásjá íslensku þjóðarinnar enda fullt af þjóðum sem mega ekki ná lengra en Ísland. Hér fyrir ofan má sjá stöðu mála í dag og hvaða leið liggur fyrir íslenska landsliðinu nú þegar rúm vika er í Evrópumótið í Póllandi. Margir reynsluboltar liðsins hafa þegar verið með á þrennum Ólympíuleikum og unnu flestir silfurverðlaun á leikunum í Peking 2008. Þeir hinir sömu vita því hvað er í boði. Evrópumótið snýst þó um núið og að standa sig á þessu stórmóti. Bónusinn er þó af glæsilegri gerðinni enda eru það aðeins tólf þjóðir sem fá að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó. Leiðin þangað er vissulega erfið en ekki ófær.Grafík/Silja Ástþórsdóttir
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00 Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00
Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19
Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. 5. janúar 2016 06:00
Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Meiri líkur eru en minni að Stefán Rafn Sigurmannsson verði áfram hjá Rhein-Neckar Löwen og mögulega í stærra hlutverki. 5. janúar 2016 14:00
Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti