Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2016 06:00 Ríkissaksóknari nýtur aðstoðar lögreglu, þó ekki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við rannsókn á brotum lögreglumanns í fíkniefnadeild sem sætir gæsluvarðhaldi. vísir/gva „Hann hefur starfað hjá lögreglunni í nokkur ár,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari um lögreglumann sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í nokkra daga vegna gruns um alvarleg brot í starfi. Lögreglumaðurinn er karlmaður á fimmtugsaldri og er í einangrun sökum rannsóknarhagsmuna. Helgi Magnús neitar því ekki að rannsóknin snúi að óeðlilegum samskiptum hans við brotamenn og segir að málið verði rannsakað af embætti ríkissaksóknara með aðstoð lögreglu. „Við höfum lögregluna okkur til aðstoðar, en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir mál lögreglumannsins og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar sem var fluttur til í starfi fyrr á árinu og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi ekki nátengd. „Málin eru ekki nátengd og eru ekki rannsökuð sem eitt og sama málið. Ég get þó ekki tjáð mig um það, hvort við séum að rannsaka hitt málið.“Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkTilfærsla í starfi eftir fjölda ábendinga um leka Sá lögreglumaður er enn við störf innan lögreglu en hann gegndi í töluverðan tíma yfirmannsstöðu bæði hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Slíkt fyrirkomulag er afar óvenjulegt og gagnrýnisvert að mati dansks yfirlögregluþjóns. Var hann færður til í starfi árið 2015 eftir að ábendingar bárust í enn eitt skiptið um að hann væri að leka upplýsingum til glæpamanna. Eftir að hafa gegnt stöðu í deild ótengdri rannsóknum á fíkniefnamálum var hann færður í deild sem kemur að símahlustunum. Urgur var hjá starfsfólki lögreglu vegna þessa samkvæmt heimildum fréttastofu og þótti ákvörðunin óskiljanleg. Með þeirri tilfærslu var hann aftur komin í stöðu til að hafa áhrif á rannsóknir fíkniefnamála.Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelmÍ nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir tillögur nefndarinnar ekki duga. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál.Sjá einnig:Blað brotið ef upp kemst mútumál hjá íslensku lögreglunni „Embætti lögreglu er mannleg stofnun. Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum. Lögreglan er hins vegar eina mannlega stofnunin sem hefur heimild til að beita líkamlegu valdi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglumönnum. Eftirlitið sem við viljum er miklu víðtækara en einfaldlega það hvort þeir fara eftir hegningarlögum eða ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum." Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
„Hann hefur starfað hjá lögreglunni í nokkur ár,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari um lögreglumann sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í nokkra daga vegna gruns um alvarleg brot í starfi. Lögreglumaðurinn er karlmaður á fimmtugsaldri og er í einangrun sökum rannsóknarhagsmuna. Helgi Magnús neitar því ekki að rannsóknin snúi að óeðlilegum samskiptum hans við brotamenn og segir að málið verði rannsakað af embætti ríkissaksóknara með aðstoð lögreglu. „Við höfum lögregluna okkur til aðstoðar, en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir mál lögreglumannsins og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar sem var fluttur til í starfi fyrr á árinu og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi ekki nátengd. „Málin eru ekki nátengd og eru ekki rannsökuð sem eitt og sama málið. Ég get þó ekki tjáð mig um það, hvort við séum að rannsaka hitt málið.“Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkTilfærsla í starfi eftir fjölda ábendinga um leka Sá lögreglumaður er enn við störf innan lögreglu en hann gegndi í töluverðan tíma yfirmannsstöðu bæði hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Slíkt fyrirkomulag er afar óvenjulegt og gagnrýnisvert að mati dansks yfirlögregluþjóns. Var hann færður til í starfi árið 2015 eftir að ábendingar bárust í enn eitt skiptið um að hann væri að leka upplýsingum til glæpamanna. Eftir að hafa gegnt stöðu í deild ótengdri rannsóknum á fíkniefnamálum var hann færður í deild sem kemur að símahlustunum. Urgur var hjá starfsfólki lögreglu vegna þessa samkvæmt heimildum fréttastofu og þótti ákvörðunin óskiljanleg. Með þeirri tilfærslu var hann aftur komin í stöðu til að hafa áhrif á rannsóknir fíkniefnamála.Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelmÍ nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir tillögur nefndarinnar ekki duga. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál.Sjá einnig:Blað brotið ef upp kemst mútumál hjá íslensku lögreglunni „Embætti lögreglu er mannleg stofnun. Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum. Lögreglan er hins vegar eina mannlega stofnunin sem hefur heimild til að beita líkamlegu valdi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglumönnum. Eftirlitið sem við viljum er miklu víðtækara en einfaldlega það hvort þeir fara eftir hegningarlögum eða ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum."
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33