Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Bjarki Ármannsson skrifar 5. janúar 2016 21:15 Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Vísir/GVA Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna. Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna.
Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent