Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Una Sighvatsdóttir skrifar 2. janúar 2016 19:30 26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug. Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug.
Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00