„Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 13:23 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. „Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira