Fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfði vetrarins í Hólminum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 14:15 Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir og Jóhann Björk Sveinsdóttir munu ekkert gefa eftir í kvöld. Vísir/Stefán Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira