Lexi spilað þrisvar sinnum meira en lagt var upp með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2016 17:44 Ljóst er að íslenska liðið þarf á Lexa að halda gegn Króötum á þriðjudaginn. Alexander Petersson var markahæstur í íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem tapaði 39-38 gegn Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á EM í Póllandi í dag. Alexander sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir mót að til stæði að hann spilaði stundarfjórðung í hverjum leik þar sem hann er þjakaður af meiðslum. Raunin hefur orðið önnur, þ.e. er varðar spiltímann. Hægri skyttan hefur spilað 92 mínútur af þeim 120 mínútum sem íslenska landsliðið hefur leikið gegn Noregi og Hvít-Rússum sé miðað við upplýsingar á leikskýrslum evrópska handknattleikssambandsins. Um er að ræða 76 prósent leiktímans. Aðeins Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa spilað meira en Lexi á mótinu. Þessir fjórir hafa raunar spilað langmest.Missti af HM 2013 og EM 2014 vegna meiðsla„Við erum að tala núna um að láta mig spila í hverjum einasta leik en ekki mikið samt. Ætli ég spili ekki svona fimmtán mínútur í leik. Kannski stundum bara vörn en við verðum að sjá til hvernig þetta þróast hjá okkur,“ sagði Alexander fyrir mótið. Hann hefur hins vegar spilað rúmlega þrisvar sinnum meira en til stóð og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur að tjasla sér saman fyrir leikinn gegn Króötum á þriðjudaginn.Alexander er þriðji markahæsti leikmaður landsliðsins eftir leikina tvo með níu mörk. Á mikilvægum köflum í leiknum í dag dró hann vagninn í sókninni á meðan Aron Pálmarsson var tekinn úr umferð. Lexi hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og gaf meðal annars ekki kost á sér á HM á Spáni 2013 vegna meiðsla og missti sömuleiðis af EM ári síðar af sömu ástæðu.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi. 16. janúar 2016 08:00 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við Alexander Petersson vonast til þess að vera klár í slaginn þegar EM í Póllandi hefst en hann hefur lítið geta beitt sér á æfingum undanfarnar vikur. 3. janúar 2016 18:45 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Alexander Petersson var markahæstur í íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem tapaði 39-38 gegn Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á EM í Póllandi í dag. Alexander sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir mót að til stæði að hann spilaði stundarfjórðung í hverjum leik þar sem hann er þjakaður af meiðslum. Raunin hefur orðið önnur, þ.e. er varðar spiltímann. Hægri skyttan hefur spilað 92 mínútur af þeim 120 mínútum sem íslenska landsliðið hefur leikið gegn Noregi og Hvít-Rússum sé miðað við upplýsingar á leikskýrslum evrópska handknattleikssambandsins. Um er að ræða 76 prósent leiktímans. Aðeins Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa spilað meira en Lexi á mótinu. Þessir fjórir hafa raunar spilað langmest.Missti af HM 2013 og EM 2014 vegna meiðsla„Við erum að tala núna um að láta mig spila í hverjum einasta leik en ekki mikið samt. Ætli ég spili ekki svona fimmtán mínútur í leik. Kannski stundum bara vörn en við verðum að sjá til hvernig þetta þróast hjá okkur,“ sagði Alexander fyrir mótið. Hann hefur hins vegar spilað rúmlega þrisvar sinnum meira en til stóð og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur að tjasla sér saman fyrir leikinn gegn Króötum á þriðjudaginn.Alexander er þriðji markahæsti leikmaður landsliðsins eftir leikina tvo með níu mörk. Á mikilvægum köflum í leiknum í dag dró hann vagninn í sókninni á meðan Aron Pálmarsson var tekinn úr umferð. Lexi hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og gaf meðal annars ekki kost á sér á HM á Spáni 2013 vegna meiðsla og missti sömuleiðis af EM ári síðar af sömu ástæðu.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi. 16. janúar 2016 08:00 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við Alexander Petersson vonast til þess að vera klár í slaginn þegar EM í Póllandi hefst en hann hefur lítið geta beitt sér á æfingum undanfarnar vikur. 3. janúar 2016 18:45 Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi. 16. janúar 2016 08:00
Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34
Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við Alexander Petersson vonast til þess að vera klár í slaginn þegar EM í Póllandi hefst en hann hefur lítið geta beitt sér á æfingum undanfarnar vikur. 3. janúar 2016 18:45
Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM Alexander Petersson hefur ekki verið verkjalaus síðan á Evrópumótinu í Austurríki 2010. 5. janúar 2016 09:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða