Í þessu atriði er gert grín að bandaríska þættinum Undercover Boss á CBS-sjónvarpsstöðinni þar sem yfirmenn fyrirtækja fara í dulargervi og vinna með „starfsmönnum á plani“.
Í atriðinu gerir Kylo Ren slíkt hið sama þar sem hann þykist vera tæknimaðurinn Matt en gallinn er sá að Kylo er ekkert sérstaklega góður í að fela hver hann er í raun og veru. Á hann til að mynda í stökustu vandræðum með að hafa stjórn á skapinu, líkt og kom svo eftirminnilega fram í The Force Awakens.