Fékk heilahristing í gær en má spila á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 14:11 Steffen Weinhold fær hér boltann beint í andlitið. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30
Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00
Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30
Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30
Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45