Margrét var ekki rekin vegna eins atviks | Yfirlýsing stjórnar KKDK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2016 00:05 Margrét Sturlaugsdóttir. Vísir/Stefán Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur tók þá ákvörðun fyrir viku síðan að reka þjálfara kvennaliðsins, Margréti Sturlaugsdóttur og ætlaði stjórnin ekki að tjá sig meira um málið til að gæta trúnaðar. Viðtöl Margrétar Sturlaugsdóttur í fjölmiðlum eins og í Akraborginni á X-inu hafa komið með hennar hlið á málinu fram í dagsljósið en Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var ekki tilbúin að kvitta undir þá hlið og hefur ákveðið að koma fram með sína hlið. Sjá einnig: Tveir leikmenn boluðu Margréti burt Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að Margrét var ekki látin fara frá félaginu vegna eins tiltekins atviks, vegna þess að einn eða tveir leikmenn voru ósáttir við hennar störf eða vegna þess að leikmenn hótuðu að hætta. „Þegar einn af bestu leikmönnum liðsins yfirgefur liðið að hausti, þegar óánægju fer að gæta meðal leikmanna, þegar greina má samskiptaörðugleika milli leikmanna og þjálfara og þegar svo leikmenn, sem æft hafa körfubolta með félaginu í mörg ár og eiga landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, ákveða að hætta í körfubolta er stjórn félagsins auðvitað skylt að staldra við og skoða málið nánar sem og hún gerði," segir í yfirlýsingunni en hana má finna alla hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKDK Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) tók á dögunum þá ákvörðun að þjálfari meistaraflokks kvenna myndi láta af störfum. Í kjölfarið ákvað stjórnin að tjá sig ekki frekar um málið þar sem stjórn KKDK er bundin trúnaði gagnvart þjálfurum og leikmönnum og ætlar að virða hann. Mál sem þessi eru yfirleitt mjög viðkvæm enda snerta þau ekki aðeins stjórn, þjálfara og/eða leikmenn umrædd liðs, heldur einnig fjölskyldur, vini og stuðningsmenn. Umrætt mál er meðal annars viðkvæmt í ljósi þess að leikmannahópur meistaraflokks kvenna er nánast eingöngu skipaður börnum og/eða mjög ungum stúlkum og var það því mat KKDK að best væri að hlífa þeim við frekari umfjöllun. Sú staða hefur breyst í kjölfar þess að fyrrum þjálfari liðsins ákvað að koma fram í fjölmiðlum með sína hlið málsins, hlið sem stjórn KKDK er einfaldlega ekki tilbúin að kvitta fyrir. Er það því svo að stjórn KKDK sér sig nauðbeygða að koma ungum leikmönnum liðsins til varnar. Ekki er lengur hægt að sitja hjá á meðan hvað eftir annað er látið í veðri vaka, bæði í viðtölum við fyrrum þjálfara liðsins og á samfélagsmiðlum, að það hafi verið tveir ungir leikmenn liðsins sem hafi orðið þess valdandi að stjórn KKDK ákvað að segja upp Margréti Sturlaugsdóttur. Stjórn KKDK vill að það komi skýrt fram að fyrrum þjálfari liðsins var ekki látin fara frá félaginu vegna eins tiltekins atviks, vegna þess að einn eða tveir leikmenn voru ósáttir við hennar störf eða vegna þess að leikmenn hótuðu að hætta. Málið er mun flóknara og á sér lengri aðdraganda. Það að halda því fram að stjórn KKDK hafi látið stjórnast einvörðungu af afstöðu tveggja leikmanna eða ákveðið að taka afstöðu með tveimur leikmönnum á kostnað heildarinnar á ekki við rök að styðjast. Þegar einn af bestu leikmönnum liðsins yfirgefur liðið að hausti, þegar óánægju fer að gæta meðal leikmanna, þegar greina má samskiptaörðugleika milli leikmanna og þjálfara og þegar svo leikmenn, sem æft hafa körfubolta með félaginu í mörg ár og eiga landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, ákveða að hætta í körfubolta er stjórn félagsins auðvitað skylt að staldra við og skoða málið nánar sem og hún gerði. Sú erfiða ákvörðun sem tekin var í þessu máli var tekin með hagsmuni félagsins að leiðarljósi, þ.e. heildarhagsmunir félagsins voru á endanum það sem réði að mati stjórnar. Enginn kostur var góður í þeirri stöðu sem upp var komin og því sá stjórn KKDK í raun ekki aðra lausn á málinu en að láta þjálfarann fara. Stjórn KKDK lítur svo á að með þessari yfirlýsingu sé málinu lokið af hennar hálfu. Nú fara í hönd mikilvægir leikir hjá liðinu með nýjum þjálfara í brúnni. Það er ósk stjórnar KKDK að stuðningsmenn liðsins geri það sem Keflvíkingar gera best og styðji stelpurnar til áframhaldandi góðra verka í leiknum sem við öll elskum! Stjórn KKDK Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar Keflavík er komið áfram í undanúrslit bikarkeppni kvenna eftir 24 stiga sigur á Skallagrím, 93-69, í eina leik dagsins í bikarnum. 9. janúar 2016 17:46 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Körfuboltakvöld: "Kemur varla frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar" Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er ávallt gripið til framlengingar, en fyrsti þáttur ársins af Körfuboltakvöldi fór fram á föstudagskvöldið þar sem þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru spekingar. 10. janúar 2016 08:00 Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna hefur verk að vinna í Sláturhúsinu, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um helgina. 12. janúar 2016 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur tók þá ákvörðun fyrir viku síðan að reka þjálfara kvennaliðsins, Margréti Sturlaugsdóttur og ætlaði stjórnin ekki að tjá sig meira um málið til að gæta trúnaðar. Viðtöl Margrétar Sturlaugsdóttur í fjölmiðlum eins og í Akraborginni á X-inu hafa komið með hennar hlið á málinu fram í dagsljósið en Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var ekki tilbúin að kvitta undir þá hlið og hefur ákveðið að koma fram með sína hlið. Sjá einnig: Tveir leikmenn boluðu Margréti burt Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að Margrét var ekki látin fara frá félaginu vegna eins tiltekins atviks, vegna þess að einn eða tveir leikmenn voru ósáttir við hennar störf eða vegna þess að leikmenn hótuðu að hætta. „Þegar einn af bestu leikmönnum liðsins yfirgefur liðið að hausti, þegar óánægju fer að gæta meðal leikmanna, þegar greina má samskiptaörðugleika milli leikmanna og þjálfara og þegar svo leikmenn, sem æft hafa körfubolta með félaginu í mörg ár og eiga landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, ákveða að hætta í körfubolta er stjórn félagsins auðvitað skylt að staldra við og skoða málið nánar sem og hún gerði," segir í yfirlýsingunni en hana má finna alla hér fyrir neðan.Yfirlýsing stjórnar KKDK Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) tók á dögunum þá ákvörðun að þjálfari meistaraflokks kvenna myndi láta af störfum. Í kjölfarið ákvað stjórnin að tjá sig ekki frekar um málið þar sem stjórn KKDK er bundin trúnaði gagnvart þjálfurum og leikmönnum og ætlar að virða hann. Mál sem þessi eru yfirleitt mjög viðkvæm enda snerta þau ekki aðeins stjórn, þjálfara og/eða leikmenn umrædd liðs, heldur einnig fjölskyldur, vini og stuðningsmenn. Umrætt mál er meðal annars viðkvæmt í ljósi þess að leikmannahópur meistaraflokks kvenna er nánast eingöngu skipaður börnum og/eða mjög ungum stúlkum og var það því mat KKDK að best væri að hlífa þeim við frekari umfjöllun. Sú staða hefur breyst í kjölfar þess að fyrrum þjálfari liðsins ákvað að koma fram í fjölmiðlum með sína hlið málsins, hlið sem stjórn KKDK er einfaldlega ekki tilbúin að kvitta fyrir. Er það því svo að stjórn KKDK sér sig nauðbeygða að koma ungum leikmönnum liðsins til varnar. Ekki er lengur hægt að sitja hjá á meðan hvað eftir annað er látið í veðri vaka, bæði í viðtölum við fyrrum þjálfara liðsins og á samfélagsmiðlum, að það hafi verið tveir ungir leikmenn liðsins sem hafi orðið þess valdandi að stjórn KKDK ákvað að segja upp Margréti Sturlaugsdóttur. Stjórn KKDK vill að það komi skýrt fram að fyrrum þjálfari liðsins var ekki látin fara frá félaginu vegna eins tiltekins atviks, vegna þess að einn eða tveir leikmenn voru ósáttir við hennar störf eða vegna þess að leikmenn hótuðu að hætta. Málið er mun flóknara og á sér lengri aðdraganda. Það að halda því fram að stjórn KKDK hafi látið stjórnast einvörðungu af afstöðu tveggja leikmanna eða ákveðið að taka afstöðu með tveimur leikmönnum á kostnað heildarinnar á ekki við rök að styðjast. Þegar einn af bestu leikmönnum liðsins yfirgefur liðið að hausti, þegar óánægju fer að gæta meðal leikmanna, þegar greina má samskiptaörðugleika milli leikmanna og þjálfara og þegar svo leikmenn, sem æft hafa körfubolta með félaginu í mörg ár og eiga landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, ákveða að hætta í körfubolta er stjórn félagsins auðvitað skylt að staldra við og skoða málið nánar sem og hún gerði. Sú erfiða ákvörðun sem tekin var í þessu máli var tekin með hagsmuni félagsins að leiðarljósi, þ.e. heildarhagsmunir félagsins voru á endanum það sem réði að mati stjórnar. Enginn kostur var góður í þeirri stöðu sem upp var komin og því sá stjórn KKDK í raun ekki aðra lausn á málinu en að láta þjálfarann fara. Stjórn KKDK lítur svo á að með þessari yfirlýsingu sé málinu lokið af hennar hálfu. Nú fara í hönd mikilvægir leikir hjá liðinu með nýjum þjálfara í brúnni. Það er ósk stjórnar KKDK að stuðningsmenn liðsins geri það sem Keflvíkingar gera best og styðji stelpurnar til áframhaldandi góðra verka í leiknum sem við öll elskum! Stjórn KKDK
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar Keflavík er komið áfram í undanúrslit bikarkeppni kvenna eftir 24 stiga sigur á Skallagrím, 93-69, í eina leik dagsins í bikarnum. 9. janúar 2016 17:46 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Körfuboltakvöld: "Kemur varla frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar" Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er ávallt gripið til framlengingar, en fyrsti þáttur ársins af Körfuboltakvöldi fór fram á föstudagskvöldið þar sem þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru spekingar. 10. janúar 2016 08:00 Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna hefur verk að vinna í Sláturhúsinu, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um helgina. 12. janúar 2016 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Keflavík í undanúrslit í fyrsta leiknum án Margrétar Keflavík er komið áfram í undanúrslit bikarkeppni kvenna eftir 24 stiga sigur á Skallagrím, 93-69, í eina leik dagsins í bikarnum. 9. janúar 2016 17:46
Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45
Körfuboltakvöld: "Kemur varla frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar" Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er ávallt gripið til framlengingar, en fyrsti þáttur ársins af Körfuboltakvöldi fór fram á föstudagskvöldið þar sem þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru spekingar. 10. janúar 2016 08:00
Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna hefur verk að vinna í Sláturhúsinu, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um helgina. 12. janúar 2016 13:45