Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 10:45 Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. Vísir/Ernir Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira