Íslenski FIBA-dómarinn Sigmundur Már Herbertsson er enn á ferð um Evrópu að dæma á vegum FIBA Europe en Njarðvíkingurinn hefur staðið sig vel með flautuna í vetur.
Sigmundur Már fékk tvo leiki í þessari viku og fóru þeir báðir fram í Belgíu. Hann dæmdi í gær leik belgíska liðsins Mons-Hainaut og liðs Bakken Bears frá Danmörku í riðlakeppni 32-liða úrslita FIBA Europe Cup.
Í kvöld dæmir Sigmundur Már síðan leik belgsíska liðsins Antwerp Giants og tékkneska liðsins CEZ Nymburk sem er fyrrverandi félags Harðar Axels Vilhjálmssonar. Sá leikur er í sömu keppni.
Sigmundur Már rétt missti því að dæma hjá Herði Axel en Hörður Axel yfirgefa tékkneska liðsins og fór aftur til Aries Trikalla í Grikklandi.
Meðdómarar Sigmundar í báðum leikjunum eru Regis Barders frá Frakkland og Zafer Yilmaz frá Tyrklandi en eftirlitsmaður er Trevor Pountain frá Englandi.
Auk þess að dæma alla þessa leiki í Evrópukeppnunum í vetur þá hefur Sigmundur Már einnig dæmt á fullu í Domino´s deildunum en hann var á dögunum valinn besti dómari fyrri hlutans.
Sigmundur Már fær ekki mikinn tíma í Belgíu því hann snýr strax aftur til Íslands og dæmir leik ÍR og FSu í Hertz hellinum í Seljaskóla á fimmtudagskvöldið en það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið í fallbaráttu Domino´s deildar karla.
Sigmundur Már dæmir síðan leik Hauka og Keflavíkur á föstudagskvöldið og nær því um leið að dæma fjóra leiki á fjórum dögum í tveimur löndum.
Sigmundur rétt missti af því að dæma hjá Herði Axel
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Fleiri fréttir
