Steingrímur segir óljóst hvort samningaleiðin eða dómstólaleiðin í Icesave hefði á endanum verið betri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. janúar 2016 15:03 Telur að samdráttur landsframleiðslu hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefði verið leyst árið 2009. Vísir/Stefán Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun