Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Brown gengur brosandi af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í fjórða leikhluta. Vísir/Getty Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown. NFL Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Sjá meira
Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown.
NFL Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Sjá meira