Aðeins örfáir vinir vissu af veikindum Bowie Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 21:10 Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Vísir/Getty Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““ Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““
Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13
Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30
Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23
Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54