Aðeins örfáir vinir vissu af veikindum Bowie Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 21:10 Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Vísir/Getty Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““ Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““
Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13
Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30
Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23
Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54