Hunt, sem áður hefur verið viðmælandi Vísis í fréttum og meðal annars varað við því að ferðamenn stígi út á klakann við lónið, var á svæðinu í gær og tók meðfylgjandi myndband og myndir. Frá því hann heimsótti lónið fyrst hafi aldrei verið jafnmikinn ís að finna, hvorki í flæðamálinu né lóninu.
Myndir segja meira en mörg orð og ekki síður myndbandið sem sjá má hér að neðan.





