Golf

Spieth enn með yfirburði á móti meistaranna

Kári Örn Hinriksson skrifar
Spieth slær upphafshögg á þriðja hring í gær.
Spieth slær upphafshögg á þriðja hring í gær. Getty
Það er örugglega ekkert sem stoppar Jordan Spieth í því að sigra á fyrsta móti ársins á PGA-mótaröðinni en eftir þrjá hringi á móti meistarana sem fram fer á Hawaii leiðir hann með fimm höggum.

Spieth hefur aðeins fengið einn skolla á fyrstu þremur hringjunum og er á heilum 24 höggum undir pari en næstur á eftir honum er Brooks Koepka á 19 undir.

Koepka jafnaði vallarmetið á þriðja hring í nótt en hann lék á 63 höggum eða tíu undir pari og verður eflaust að endurtaka afrekið ef hann ætlar að ná Spieth á morgun.

Patrick Reed sem sigraði á mótinu í fyrra hefur varið titilinn vel en hann er í þriðja sæti á 18 höggum undir pari, sex á eftir efsta manni.

Lokahringurinn á móti meistarana fer fram í kvöld en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×