Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2016 23:00 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Kristins í upphafi leiksins. Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn