Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 52-61 | Þægilegt hjá toppliðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2016 17:45 Mynd/Vísir Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira