Flugvél AA109 kaus að lenda ekki í Keflavík þrátt fyrir dularfull veikindi Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:30 Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Vísir/Getty/Flightradar Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira