Flugvél AA109 kaus að lenda ekki í Keflavík þrátt fyrir dularfull veikindi Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:30 Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Vísir/Getty/Flightradar Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira