Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 20:24 Metfjöldi hælisleitanda leitaði til Íslands í fyrra. mynd/rósa björk / vísir/getty Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira