Sýrlenskur strákur í vanda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2016 09:00 Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun