Fullkominn seðlabankastjóri eyðir mestum tíma sínum í golfi Lars Christensen skrifar 27. janúar 2016 08:00 Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun