Grindavíkurkonur sluppu við 25 daga frí en Stjarnan ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 17:00 Margrét Kara Sturludóttir og félagar í Stjörnuliðinu hafa góðan tíma fyrir æfingaferð á miðju tímabili í febrúar. Vísir/VIlhelm Bikarmeistarar Grindavíkur í kvennakörfunni fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni 13. febrúar næstkomandi en það kom í ljós eftir að liðið vann Stjörnuna í undanúrslitunum í gær. Grindavík vann sannfræandi sigur á nýliðum Stjörnunnar sem áttu þarna möguleika á því að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Grindavík mætir Snæfelli í úrslitaleiknum en Íslandsmeistararnir úr Hólminum unnu sinn undanúrslitaleik í Keflavík. Grindavík tryggði sér ekki aðeins sæti í bikarúrslitaleiknum heldur komu Grindavíkurstelpurnar einnig í veg fyrir að þær lentu í næstum því fjögurra vikna fríi í febrúar. Bikarúrslitaleikurinn fer fram 13. febrúar og vegna hans er frí í Domino´s deild kvenna frá 6. febrúar. Strax eftir bikarúrslitaleikinn kemur síðan fimmtán daga landsleikjahlé þar sem íslenska landsliðið mætir Portúgal og Ungverjalandi í undankeppni EM. Næstu deildarleikir eftir landsleikjahléið fara því ekki fram fyrr 28. og 29. febrúar. Grindavíkurliðið situr hinsvegar hjá í þeirri umferð. Það eru bara sjö lið í deildinni og eitt lið situr hjá í hverri umferð. Frá því að Grindavík spilar síðasta deildarleik sinn fyrir bikarúrslitaleikinn 6. febrúar líða 25 dagar þangað til kemur að næsta deildarleik liðsins 2. mars. Grindavíkurliðið hefði ekkert spilað á þessu tímabili hefði liðið ekki unnið leikinn í gærkvöldi. Grindavíkurstelpur fá hinsvegar góðan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum takist þeim að verja titilinn því eftir bikarúrslitaleikinn verða 18 dagar í næsta leik hjá þeim. Snæfellsliðið, mótherjar þeirra í úrslitaleiknum, spila næsta deildarleik sinn 15 dögum eftir leikinn í Höllinni. Stjörnuliðið sleppur ekki við langt frí því Garðabæjarkonur spila engan keppnisleik frá 3. febrúar til 29. Febrúar því þær sitja hjá í umferðinni fyrir bikarúrslitaleikinn. Þegar Stjörnukonur ljúka leik sínum á móti Hamar 3. Febrúar munu þær bíða í 26 daga eftir næsta leik sem verður á móti Haukum 29. febrúar. Það verður að teljast afar óvenjulegt að lið í efstu deild spili ekki leik í tæpar fjórar vikur en þjálfarinn Baldur Ingi Jónasson mun væntanlega finna leiðir til að halda þeim við efnið þessa 26 daga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Bikarmeistarar Grindavíkur í kvennakörfunni fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni 13. febrúar næstkomandi en það kom í ljós eftir að liðið vann Stjörnuna í undanúrslitunum í gær. Grindavík vann sannfræandi sigur á nýliðum Stjörnunnar sem áttu þarna möguleika á því að komast í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Grindavík mætir Snæfelli í úrslitaleiknum en Íslandsmeistararnir úr Hólminum unnu sinn undanúrslitaleik í Keflavík. Grindavík tryggði sér ekki aðeins sæti í bikarúrslitaleiknum heldur komu Grindavíkurstelpurnar einnig í veg fyrir að þær lentu í næstum því fjögurra vikna fríi í febrúar. Bikarúrslitaleikurinn fer fram 13. febrúar og vegna hans er frí í Domino´s deild kvenna frá 6. febrúar. Strax eftir bikarúrslitaleikinn kemur síðan fimmtán daga landsleikjahlé þar sem íslenska landsliðið mætir Portúgal og Ungverjalandi í undankeppni EM. Næstu deildarleikir eftir landsleikjahléið fara því ekki fram fyrr 28. og 29. febrúar. Grindavíkurliðið situr hinsvegar hjá í þeirri umferð. Það eru bara sjö lið í deildinni og eitt lið situr hjá í hverri umferð. Frá því að Grindavík spilar síðasta deildarleik sinn fyrir bikarúrslitaleikinn 6. febrúar líða 25 dagar þangað til kemur að næsta deildarleik liðsins 2. mars. Grindavíkurliðið hefði ekkert spilað á þessu tímabili hefði liðið ekki unnið leikinn í gærkvöldi. Grindavíkurstelpur fá hinsvegar góðan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum takist þeim að verja titilinn því eftir bikarúrslitaleikinn verða 18 dagar í næsta leik hjá þeim. Snæfellsliðið, mótherjar þeirra í úrslitaleiknum, spila næsta deildarleik sinn 15 dögum eftir leikinn í Höllinni. Stjörnuliðið sleppur ekki við langt frí því Garðabæjarkonur spila engan keppnisleik frá 3. febrúar til 29. Febrúar því þær sitja hjá í umferðinni fyrir bikarúrslitaleikinn. Þegar Stjörnukonur ljúka leik sínum á móti Hamar 3. Febrúar munu þær bíða í 26 daga eftir næsta leik sem verður á móti Haukum 29. febrúar. Það verður að teljast afar óvenjulegt að lið í efstu deild spili ekki leik í tæpar fjórar vikur en þjálfarinn Baldur Ingi Jónasson mun væntanlega finna leiðir til að halda þeim við efnið þessa 26 daga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira