Aðalsögupersónan í "The Blind Side" bara einum leik frá sínum öðrum Súper Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 23:30 Michael Oher á góðri stundu með Cam Newton og öðrum liðsfélaga. Vísir/Getty Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00. NFL Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00.
NFL Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira