Erkifjendurnir Tom Brady og Peyton Manning mætast í úrslitaleik Ameríkudeildar NFL á sunnudaginn, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Umræðan um hvor er betri hefur fylgt þeim í mörg ár, en þrátt fyrir að hafa aðeins einu sinni unnið Super Bowl er Peyton af mörgum talinn sá besti allra tíma.
Tom Brady hefur fjórum sinnum orðið meistari og sex sinnum komist í úrslitaleikinn, en hann vonast til að komast í sjöunda sinn á sunnudaginn.
David Carr, fyrrverandi leikstjórnandi Houston Texans, reynir að greina þá félagana í innslagi NFL Now.
Hann gefur þeim einkunnir fyrir meðvitund, sendingar, sóknarvopn og leiðtogahæfileika og þar kemur Brady betur út.
Innslagið má sjá hér að ofan.
Gefur Brady forskotið gegn Manning | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

