Sögulegt sjónvarpsmet var sett í Bandaríkjunum á sunnudag er Super Bowl 50 fór fram. Aldrei hafa fleiri í sjónvarpssögu Bandaríkjanna horft á einn stakan viðburð.
Alls horfðu 167 milljónir Bandaríkjamanna á leikinn. Bandaríkjametið var 164,1 milljónir og það met var sett á Super Bowl-leiknum árið 2013.
Inn í þessum tölum er þó ekki þeir sem horfðu á netinu eða í gegnum síma þannig að heildartalan er nokkuð hærri.
Metáhorf á Super Bowl

Tengdar fréttir

Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir
Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco.

Sjáðu ótrúlega mynd af handleggnum á Thomas
Thomas Davis, varnarmaður Carolina Panthers, sýndi af sér einstaka hörku í Super Bowl-leiknum er hann spilaði handleggsbrotinn.

Bestu Super Bowl veislurnar á Twitter
Íslendingar voru duglegir við að birta myndir af veisluborðum sínum.