Lyfsali vill veita afslátt af hluta sjúklingsins Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ekki minnka samkeppnishvata lyfsala á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 um að kerfið væri andstætt samkeppnislögum. Umboðsmaður alþingis telur reglugerðina hinsvegar ekki eiga sér lagastoð. Öryrkjabandalagið taldi reglugerð um greiðsluþátttöku standa í vegi fyrir samkeppni vegna þess að afslættir sem apótek veittu viðskiptavinum rynnu að megninu til til Sjúkratrygginga Íslands. Með því væri hvatinn til afsláttarkjara til sjúklinga orðinn að engu. Samkeppniseftirlitið er ekki sammála þessari túlkun og segir nýja kerfið hafa aukið jafnræði milli sjúklinga. Haukur Ingason, apótekari í Garðsapóteki, segir málið einfalt. „Ég vil geta gefið afslátt af hlut sjúklings. Í núverandi kerfi get ég það hins vegar ekki þar sem sjúkratryggingar byrja á að lækka greiðsluþátttökuverðið um leið og ég slæ inn afslátt. Það er byggt á heimild í reglugerð sem umboðsmaður segir ekki hafa nokkra lagastoð. Þessu þarf að breyta hið snarasta og sjúkratryggingar þurfa að taka mið af þessu áliti umboðsmanns,“ segir Haukur. Umboðsmaður gaf út álit sitt á kerfinu í lok síðasta árs. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að aðferð sjúkratrygginga byggi ekki á neinni lagastoð. „Sé það afstaða stjórnvalda að sú aðferð sem viðhöfð er nú sé æskileg vegna framkvæmdar á þessum málum tel ég að leita þurfi eftir viðbrögðum Alþingis við lagabreytingum þar um,“ segir í áliti umboðsmanns. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Þar komi fram skýrt álit þess efnis að lyfjagreiðslukerfið hafi stuðlað að auknum jöfnuði meðal lyfjanotenda og bætt hag þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira