Körfubolti

Hlynur næststigahæstur þegar Sundsvall tapaði fyrir toppliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur var með 17 stig og sjö fráköst í leiknum í dag.
Hlynur var með 17 stig og sjö fráköst í leiknum í dag. vísir/vilhelm
Sundsvall Dragons beið lægri hlut, 86-72, fyrir toppliði Södertalje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Hlynur Bæringsson var næststigahæstur í liði Sundsvall með 17 stig. Landsliðsfyrirliðinn tók einnig sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar en hann spilaði í rúmar 39 mínútur í dag.

Hlynur hitti úr sex af 12 skotum sínum í leiknum, þar af þremur af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna.

Sundsvall er í 4. sæti deildarinnar en liðið hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Hlynur má aftur spila með liði Sundsvall

Íslenski landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson er ekki lengur út í kuldanum og fær að spila næsta leik með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×