Carolina Panthers liðið á bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann i NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:00 Cam Newton. Vísir/Getty Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty
NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira