Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu.
Frá 1. apríl á síðasta ári og til síðustu mánaðarmóta þá seldist treyjan hans Brady best. Treyja Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers, seldist næstbest en treyja útherjans Odell Beckham Jr. hjá Giants var í þriðja sæti.
Hinn magnaði varnarmaður Carolina, Luke Kuechly, er eini varnarmaður deildarinnar sem kemst á topp tíu listann en treyjan hans selst alltaf vel og hann nær áttunda sæti.
Treyjur tveggja leikmanna Dallas Cowboys eru á topp tíu listanum en þar er þó ekkert pláss fyrir leikstjórnandann Tony Romo. Innherjinn Jason Witten er þó inni.
Topp tíu listinn:
1. Tom Brady, New England Patriots
2. Cam Newton, Carolina Panthers
3. Odell Beckham Jr., NY Giants
4. Rob Gronkowski, New England Patriots
5. Peyton Manning, Denver Broncos
6. Aaron Rodgers, Green Bay Packers
7. Russell Wilson, Seattle Seahawks
8. Luke Kuechly, Carolina Panthers
9. Dez Bryant, Dallas Cowboys
10. Jason Witten, Dallas Cowboys

