Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 12:00 Atli hefur horft hýru auga á Hörpu í langan tíma, og fannst þetta útspil rökréttast í stöðunni. Vísir/Ernir „Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar. Sónar Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
„Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira