Það varð upp fótur og fit í Róm í gær þegar leikaranir Ben Stiller og Owen Wilson sem Zoolander og Hansel stilltu sér upp í búðarglugga Valentino búðarinnar þar í borg.
Viðburðurinn er partur af kynningarherferð vegna myndarinnar Zoolander 2 sem verður frumsýnd í síðar í mánuðinum.
Wilson og Stiller stóðu í búðarglugganum, að sjálfsögðu klæddir í nýjustu línu Valentino, í dágóða stund og skiptust á að koma með skemmtilegar pósur við mikinn fögnuð viðstaddra.
Zoolander og Hansel gerast gínur
