Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot.
Hinn frábæri varnarmaður Carolina Panthers, Thomas Davis, varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í leik Carolina fyrir rúmri viku síðan er liðið tryggði sér þátttökuréttinn í Super Bowl-leiknum.
Hann fór í aðgerð á mánudeginum þar sem varð að setja í hann margar skrúfur enda illa brotinn. Þrátt fyrir það ætlar hann að spila í Super Bowl. Aðeins tveim vikum eftir að hann brotnaði.
„Ég er á mínu ellefta ári í deildinni og kannski fæ ég þetta tækifæri ekki aftur,“ sagði Davis á fjölmiðladeginum í gær.
Davis er algjör lykilmaður í vörn Panthers og hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar í vetur. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum gengur handleggsbrotnum á sunnudag.
Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
