Það mun kólna enn frekar á landinu öllu á morgun eftir þó nokkra kuldatíð undanfarna daga. Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands mun draga úr vindi og úrkomu í nótt, norðlæg átt 5 – 13 metrar á sekúndu á morgun og él á Norður- og Austurlandi. Hvassari austan til á Suðausturlandi, en annars að mestu bjartviðri. Hiti 0 – 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Austan 8-15 m/s og snjókoma eða él, hægari og úrkomulítið NA-til á landinu. Frost 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.
Á fimmtudag:
Gengur austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en snýst í suðlæga átt S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.
Á föstudag:
Hvöss norðaustanátt og snjókoma NV-til, annars mun hægari austlæg eða breytileg átt og víða úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en að mestu bjart S-lands. Hiti breytist lítið.
Kólnar á morgun
Birgir Olgeirsson skrifar
