Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 1. febrúar 2016 18:02 Starfsemi hönnunarhússins Kraum hefur verið til húsa við Aðalstræti 10 frá árinu 2007. Vísir/Ernir Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“ Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira