Veljum formann Kjartan Valgarðsson skrifar 19. febrúar 2016 11:45 Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar