Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 22:00 Allt niður í 9 ára gömul börn voru á ísnum í fylgd foreldra sinna. Mynd/Ingólfur Bruun „Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
„Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00
Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23